Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.5.2007 | 12:23
Michael Moore tók 10 fórnarlömb 11. september til meðferðar á Kúbu
http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=1611&Itemid=107
http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=656&Itemid=107
http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=654&Itemid=107
http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=1503&Itemid=107
http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=653&Itemid=107
11.5.2007 | 12:23
Mótmæli í Afganistan gegn hernaði Bandaríkjanna
Reuters greindi til dæmis 2. maí að 2000 háskólanemar hafi hrópað slagorð gegn Bandaríkjunum og gegn forseta landsins Karzai í Nangaharhéraðinu þar sem sex óbreyttir borgarar létu lífið sunnudaginn af völdum árása Bandaríkjahers. Mótmæli voru einnig haldin í Herathéraðinu þar sem um 30 óbreyttir borgarar létu lífið af völdum Bandaríkjahers. Mótmælendur kröfðust afsagnar Karzai. Samkvæmt AFP létu 21 óbreyttir borgarar, þ.m.t. konur og börn, lífið 9. maí í sprengjuárásum erlendra herja í Helmandhéraðinu. Í fréttaskeyti AFP frá 7. maí kemur fram að NATO er með 37.000 hermenn í meira en 35 löndum. Sem kunnugt er okkur talin trú um að NATO sé varnarbandalag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2007 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 13:17
Vondi úlfurinn Wolfowitz
Greg Palast, einn af djörfustu blaðamönnum Bandaríkjamanna skrifar um tilfellið Wolfowitz í greininni Naked neo-cons: Perjury and the Big, Bad Wolfowitz, sem birtist 9. mái 2007 á vefsíðu hans: http://www.gregpalast.com/index.php
9.5.2007 | 14:40
Alþingismenn í framboði verðskulda ekki traust kjósenda
Þann 11. september 2001 dóu um 2.700 Bandaríkjamenn í mestu fjöldamorðum sem framin voru þar í landi í meira en eina öld. Íslenskir þingmenn lýstu strax samstöðu með bandarísku þjóðinni og með ættingjum fórnarlamba. En sú samstaða gufaðist upp fljótlega. Alþingismenn hafa svikið fólkið sem missti ástvini sína í fjöldamorðunum. Ættingjar fórnarlambanna hafa nú barist í meira en fimm ár til að fá fram sannleikann um atburði þessa dags. Spurningum þeirra er ekki svarað. Bandarísk stjórnvöld hafa hótað þeim sem eitthvað vita um atburðina öllu illu ef þeir "kjafta frá". Sönnunargögnum hefur verið fargað eða þeim leynt. Flestum ættingjum var mútað með miklum fjármunum [að meðaltali $2 millj. fyrir hvert fórnarlamb] til að þegja og spyrja engra spurninga en nokkrir tugir ættingjar létu ekki múta sig heldur krefjast þess að glæpurinn 11. september verði upplýstur.
Alþingismenn sem sýna fórnarlömbum fjöldamorða enga samúð og íbúum vinaþjóða enga samstöðu, verðskulda ekki traust okkar kjósenda.
Elías
Hér eru nokkrar vefsíður um baráttu ættingja fórnarlambanna 11. september fyrir sannleikann.
Respected Leaders and Families Launch 9/11 Truth Statement Demanding Deeper Investigation into the Events of 9/11 LINK
New Victim's Family Supports Search For 9/11 Truth. LINK
Here is a link to the documentary, 9/11: Press For Truth , the first-person account of The Jersey Girls [Kristen Breitweiser, Patty Casazza, Monica Gabrielle, Mindy Kleinberg, and Lorie Van Auken]; four widows who lobbied 441 days to get the Bush administration to open an investigation into the events on (and leading up to) 9/11. They helped spearhead The Family Steering Committee, did years of research in the process, and felt that 70% of the burning questions they had posed on behalf of the victim's families went completely unanswered, since to address them would have lead the Commission into "painful and politically incorrect" territory. Do their words carry any weight, or are they just crazy conspiracy theorists as well? You decide..." LINK
9.5.2007 | 14:12
Alríkislögreglan (FBI) hvetur til hryðjuverka
Alríkislögreglan (FBI) hvetur til hryðjuverka
Við og við birtast fréttir á Íslandi um handtöku "grunaðra hryðjuverkamanna" í Bandaríkjunum og víðar. Því miður hafa íslenskir fjölmiðlar ekki greint frá baksviði þessara aðgerða. Það er þó augljóst að einhverjir hagnast af hryðjuverkaógninni. Sú ógn hefur verið notuð til að réttlæta hernaðarárásir Bandaríkjanna (og NATO) á lönd múslíma (þar sem olía er að finna) sem og að réttlæta skerðingu á mannréttindum á Vesturlöndum og eftirlit með borgurum.
Alríkislögreglan (FBI) gerir út heilan skara af útsendurum sem þykjast vera talsmenn Al Qaeda og reyna að fá múslíma í Bandaríkjunum til að hugleiða skipulagningu hryðjuverka. Ef þeim tekst það, eru þessir "meintir hryðjuverkamenn" handteknir og gefur handtakan þá tilefni til að birta fréttir um hryðjuverkaógnina.
Í grein eftir Walter Pincus í Washington Post, 2. september 2006, er greint einmitt frá slíku tilfelli. Í fréttinni er greint frá því að FBI hafi ráðið til starfa tvo útsendara. Annar þeirra var afbrotamaður en hinn sóttist eftir pólítisku hæli í Bandaríkjunum. Þeim var skipað að gefa sig út sem fulltrúa Osama bin Laden við múslíma í Florida og reyna að fá þá til að undirbúa hryðjuverk. Þeir fengu upptökutæki og peninga til verksins frá FBI. Þeim tókst að lokum að sannfæra fórnarlömb sín að koma með sér til útlanda og undirbúa "heilagt stríð". Þessi múslímahópur var ófær um að framkvæma hugaróra sína og gerði í raun lítið annað en að æsa sig upp. Þá var kominn tími til að handtaka þessa múslíma. Fréttir um handtöku" hættulegra múslíma" birtust víðast hvar til sönnunar um hugarfar múslíma sem búa "meðal oss" og undirbúa hryðjuverk. Þeir sem hvöttu til hryðjuverkanna voru útsendarar FBI.
Greinin er spegluð á: http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=2174&Itemid=141
Lesendur eru hvattir til að taka með miklum fyrirvara fréttir fjölmiðla um hryðjuverkaógnina. Í fyrra dóu nákvæmlega 0 einstaklingar í Bandaríkjunum og Evrópu af hryðjuverkum. Þetta segir okkur sitthvað um þessa ógnun.
7.5.2007 | 10:59
Vestrænt siðferði að verki
Íslensk stjórnvöld banna útbreiðslu og birtingu á klámi, þ.e. á djörfum myndum af ástarleikjum, en neita að banna stríðsáróður [1], þ.e. áróður fyrir manndrápum, á þeirri forsendu að það vernda eigi tjáningarfrelsið.
Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrirsdóttir, tilkynnti um helgina að ekki geti orðið af fundi hennar með Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabankans, á Íslandi vegna....rannsóknar á meintum tilraunum hans til að liðka fyrir stöðu- og launahækkun hand ástkonu sinni. Hún minntist ekki á þátt hans í undirbúningi árásarstríðsins gegn Írak. Á hinn bóginn taldi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sjálfsagt að bjóða George Bush eldra í fyrra að Bessastöðum, þótt gestur hans hafi tekið þátt í stórfelldum alþjóðaglæpum þar sem yfir 100,000 manns létu lífið.
[1] Samkvæmt 20. grein Alþjóðasáttmála um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Ísland hefur undirritað og samþykkt, ber aðildarríkjum sáttmálans að banna stríðsáróður. Ísland gerði fyrirvara við þetta ákvæði á þeirri forsendu að það myndi stríði gegn tjáningarfrelsinu!