Alríkislögreglan (FBI) hvetur til hryðjuverka

Alríkislögreglan (FBI) hvetur til hryðjuverka

Við og við birtast fréttir á Íslandi um handtöku "grunaðra hryðjuverkamanna" í Bandaríkjunum og víðar.   Því miður hafa íslenskir fjölmiðlar ekki greint frá baksviði þessara aðgerða.   Það er þó augljóst að einhverjir hagnast af hryðjuverkaógninni.   Sú ógn hefur verið notuð til að réttlæta hernaðarárásir Bandaríkjanna (og NATO) á lönd múslíma (þar sem olía er að finna) sem og að réttlæta skerðingu á mannréttindum á Vesturlöndum og eftirlit með borgurum.

Alríkislögreglan (FBI) gerir út heilan skara af útsendurum sem þykjast vera talsmenn Al Qaeda og reyna að fá múslíma í Bandaríkjunum til að hugleiða skipulagningu hryðjuverka.   Ef þeim tekst það, eru þessir "meintir hryðjuverkamenn" handteknir og gefur handtakan þá tilefni til að birta fréttir um hryðjuverkaógnina.  

Í grein eftir Walter Pincus í Washington Post, 2. september 2006, er greint einmitt frá slíku tilfelli.  Í fréttinni er greint frá því að FBI hafi ráðið til starfa tvo útsendara. Annar þeirra var afbrotamaður en hinn sóttist eftir pólítisku hæli í Bandaríkjunum.  Þeim var skipað að gefa sig út sem fulltrúa Osama bin Laden við múslíma í Florida og reyna að fá þá til að undirbúa hryðjuverk.  Þeir fengu upptökutæki og peninga til verksins frá FBI.  Þeim tókst að lokum að sannfæra fórnarlömb sín að koma með sér til útlanda og undirbúa "heilagt stríð".  Þessi múslímahópur var ófær um að framkvæma hugaróra sína og gerði í raun lítið annað en að æsa sig upp.  Þá var kominn tími til að handtaka þessa múslíma. Fréttir um handtöku" hættulegra múslíma" birtust víðast hvar til sönnunar um hugarfar múslíma sem búa "meðal oss" og undirbúa hryðjuverk.  Þeir sem hvöttu til hryðjuverkanna voru útsendarar FBI.

Greinin er spegluð á:  http://www.aldeilis.net/english/index.php?option=com_content&task=view&id=2174&Itemid=141

Lesendur eru hvattir til að taka með miklum fyrirvara fréttir fjölmiðla um hryðjuverkaógnina.  Í fyrra dóu nákvæmlega 0 einstaklingar í Bandaríkjunum og Evrópu af hryðjuverkum.   Þetta segir okkur sitthvað um þessa ógnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Efnahagskerfi Bandaríkjanna og ógnartök yfirmanna Bush snúast um að halda hjólum hergagnaiðnaðarins gangandi og til þess þurfa Bandaríkin að vera STÖÐUGT með átök í gangi. Það er nefnilega síðasti söludagur á hernaðardóti líka.

Og af hverju ekki að viðhalda ástæðunum með svona trikkum?

Það hjálpar þeim líka að halda völdunum (ásamt talningamönnum bróður hans í Florida). 

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband