10.5.2007 | 13:17
Vondi úlfurinn Wolfowitz
Valgerður Sverrisdóttir vildi ekki hitta Paul Wolfowitz vegna þess að hann reyndi að hjálpa vinkonu sinni að fá starf hjá Alþjóðabankanum. Sá glæpur virðist skyggja yfir öðru sem hann hefur gert áður en honum hafi verið sparkað úr stjórnsýslunni. Þann 27. mars 2003 sagði hann við bandaríska þingið að hernám Íraks myndi ekki kosta bandarískum skattgreiðendum einn einasta eyri. Hann lagði til að Írakar myndu borga fyrir bandaríska hernámið með olíu sinni. Þetta gekk nú ekki upp. Bandaríska þjóðin hefur þegar eytt allt að 1000 milljörðum dollara í Íraksstríðið, svo ekki sé minnst á fórnarlömbin og eyðilegginguna, og kostnaðurinn eykst enn.
Greg Palast, einn af djörfustu blaðamönnum Bandaríkjamanna skrifar um tilfellið Wolfowitz í greininni Naked neo-cons: Perjury and the Big, Bad Wolfowitz, sem birtist 9. mái 2007 á vefsíðu hans: http://www.gregpalast.com/index.php
Greg Palast, einn af djörfustu blaðamönnum Bandaríkjamanna skrifar um tilfellið Wolfowitz í greininni Naked neo-cons: Perjury and the Big, Bad Wolfowitz, sem birtist 9. mái 2007 á vefsíðu hans: http://www.gregpalast.com/index.php
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.